Sálmabók

285. Guð faðir, dýrð og þökk sé þér

Guðsþjónustan - Trúarjátning

hymn notes
1 Guð faðir, dýrð og þökk sé þér, á þína gæsku trúum vér. Þitt heilagt orð skóp himna, geim og storð. Dýrð þér, dýrð þér, dýrð sé þér, heilagi Guð. 2 Vor Drottinn Kristur, lífsins lind, þú læknar heimsins böl og synd, Guðs einkason, vor endurlausn og von. Dýrð þér, dýrð þér, dýrð sé þér, heilagi Guð. 3 Guð, helgur andi, ást og trú og eina kirkju skapar þú á himni' og jörð og leiðir ljóssins hjörð. Dýrð þér, dýrð þér, dýrð sé þér, heilagi Guð.


T Bengt Jonzon 1919 – Sigurbjörn Einarsson 1966 – Sb. 1972
Vi tror på Gud, som himmel, jord
L 15. öld – Mortensen 1529 – Gr. 1594 / R Róbert A. Ottósson, 1967
Tibi laus salus sit Christe

Eldra númer 227
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction