Sálmabók

283. Vér allir trúum á einn Guð

Guðsþjónustan - Trúarjátning

hymn notes
1 Vér allir trúum á einn Guð, alheims skaparann, vorn Drottin. Að föður sig oss gaf vor Guð, gleðin barna' er af því sprottin. Lífi' og sál hann gefur gætur, gefur daglegt brauð og lætur enga sorg né eymd oss buga, eflir hann vorn kraft og huga. Með trú og von vér :,: tignum hann, :,: hinn trúa' er aldrei bregðast kann. 2 Vér játum trú á Jesúm Krist, jafnan föðurnum, vorn Drottin, á frelsara heimsins, Herrann Krist, helgan Guðs son, kærleiksvottinn, holdi klæddan hér á jörðu. Hann leið písl á krosstré hörðu. Upp reis Drottinn, dáinn, grafinn, dýrð og vegsemd í var hafinn. Nú biður fyrir :,: heimi hann, :,: og hann mun dæma sérhvern mann. 3 Vér trúum helgan anda á, eining, traust og huggun manna er gengur syni' og föður frá frið að veita' og huggun sanna. Villum sannleiksandi eyðir, iðrun vekur, fallna leiðir, vekur trú og von svo blíða, vér ei dauða skulum kvíða. Að svefni loknum :,: sæla' er vís :,: þá sveitin vegleg Guðs upp rís.


T Martin Luther 1524 – GJ 1558 – Sb. 1589 – Stefán Thorarensen – Vb. 1861
Wir glauben all an einen Gott
L 15. öld – Wittenberg 1524 – Gr. 1594
Wir glauben all an einen Gott

Eldra númer 225
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction