Sálmabók

280. Við heyrum Guðs heilaga orð

Guðsþjónustan - Lofgjörðarvers

hymn notes
:,: Hallelúja! Hallelúja! :,: 1 Við heyrum Guðs heilaga orð hljóma frá upphafi vega. Svo áfram það lifir um ókomna tíð. Hallelúja! … 2 Við skiljum að skjól okkur veitir skapari himins og jarðar. Og sælt er að þekkja hans son, Jesú Krist. Hallelúja! … 3 Við sjáum í sannleika að sjálfur er Drottinn að verki. Í nafni hans verður öll náttúran eitt. Hallelúja! … 4 Við lofsyngjum lifandi Guð, ljósið í veraldar djúpi. Frá upphafi vega hann einn ræður för. Hallelúja! …


T Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 2002 – Vb. 2013
L Fintan O‘Carroll 1980 – Christopher Walker 1985 – Vb. 2013
CELTIC ALLELUIA / The Word of the Lord lasts for ever

Eldra númer 881
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction