Sálmabók

266. Um hann sem ríkir himnum á

Guðsþjónustan - Dýrðarsöngur

hymn notes
1 Um hann sem ríkir himnum á og hjálp oss veitir sína allt syngi lof er lofa má og láti þökk ei dvína. Á mönnum þóknun hefur hann, af hæstri náð þeim friðar ann og lætur ljós þeim skína. 2 Guð faðir, lof og þökk sé þér er þín vilt börn oss kalla og veikum styrk og vörn oss lér og viðreisn þeim er falla. Þín viska, náð og vald er hátt, þú vægir oss þótt hrópleg þrátt oss hendi hrösun alla. 3 Ó, Jesú, Guðs hinn góði son er gjörðist bróðir manna svo eilífs lífs oss veittist von, þú virtist dauðann kanna. Ó, dýrð sé þér, vort ljós og líf, ó, lof sé þér, vor stoð og hlíf, þú líknarlindin sanna. 4 Guð helgur andi, huggun trú, þín hjálp við oss ei linni, þér stað í vorum brjóstum bú og blessun krýn oss þinni. Vor hjörtu ljós og frið lát fá og freisting þegar ræðst oss á gef sérhver sigur vinni.


T 2. öld – Nicolas Decius 1523 – Joachim Slüter 1525 v. 4 – ME 1555 – GJ 1558 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Allein Gott in der Höh sei Ehr
L 10. öld – Nicolaus Decius 1523 – Schumann 1539 – Gr. 1594
Allein Gott in der Höh sei Ehr

Eldra númer 221
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction