Sálmabók

233. Indælan, blíðan

Guðsþjónustan - Messuupphaf og messulok

hymn notes
1 Indælan, blíðan, blessaðan, fríðan bústaðinn þinn, Drottinn minn, þrái' eg, þar kýs að fái' eg þrátt komið inn. Lifandi Guð, í þíns helgidóms hús hugurinn stefnir til lofgjörðar fús. 2 Alheimi kunnur algæsku brunnur ertu, Guð, hreinn, fuglum þú skýli fær svo þeir hvíli fullrótt hver einn. Húsið þú opnar mér heilaga þitt hjartað svo friðarins njóti þar mitt. 3 Hingað að snúa, hér inni' að búa hagsæld er mest, tungunni' er kæti, Guð ef hér gæti göfgað sem best. Sæll er sá maður sem fögnuð þinn fær fundið, þú Guðs barna lofsöngur skær.


T Nikolaj F.S. Grundtvig 1836 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Hyggelig, rolig, Gud er din bolig
L Viggo Sanne 1873 – JH 1885
Hyggelig, rolig, Gud er din bolig

Eldra númer 211
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction