Sálmabók

231. Lofa, sál mín, lofa Drottin

Guðsþjónustan - Messuupphaf og messulok

hymn notes
1 Lofa, sál mín, lofa Drottin, lífsins föður himnum á sem þín mein og lýti læknar, leysir synd og dauða frá. Allt sem í mér er og lifir eilíft lof skal honum tjá. 2 Mannlegt eðli þitt hann þekkir, þú ert moldarstrá og blóm, fætt í gær og fölt á morgun, fokið, gleymt sem dust og hjóm. Drottinn man þig, Drottinn opnar dýrðar sinnar helgidóm. 3 Vakna, lifna, lífið kallar, ljóssins ríki frelsarans, bróðurfórnin brúað hefur bilið milli Guðs og manns. Opna hjartað, elska, þjóna anda, vilja, kærleik hans. 4 Heyr þú, sál mín, himnar syngja, heilög ómar þakkargjörð, sjá, Guðs ríki opnast yfir upprisunnar nýju jörð. Hallelúja, lofi Drottin, lífsins konung, öll hans hjörð.


T Sigurbjörn Einarsson 1997 – Sb. 1997
L John Goss 1869 – Sb. 1997
LAUDA ANIMA / Praise, My Soul

Eldra númer 734
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction