Sálmabók

230. Svo hátt, svo hátt

Guðsþjónustan - Messuupphaf og messulok

hymn notes
1 Svo hátt, svo hátt að himnar taki undir þér hefja vil ég lofsöng, Drottinn minn, og allar verur allar heimsins stundir um allan geiminn mikli kærleik þinn. 2 Svo djúpt, svo djúpt að undirdjúpin ómi um elsku' og mátt þinn, Guð, ég syngja vil. Í djúpi hafs og djúpi sálna hljómi þér dýrðarsöngur enda heimsins til. 3 Svo blítt, svo blítt að veröld vikna hljóti mér veit, ó, Guð, að syngja' um þína dýrð og allar sálir unaðssælu njóti sem ekki verður neinni tungu skýrð.


T Arnór Þorláksson – Sb. 1945
L Andreas P. Berggreen 1856 – PG 1878
Tænk, når engang den tåge er forsvunden

Eldra númer 216b
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction