Sálmabók

225. Úr erli dagsins inn ég geng

Guðsþjónustan - Messuupphaf og messulok

hymn notes
1 Úr erli dagsins inn ég geng. Þá opnast faðmur þinn. Ó, slá þú hjartans hörpustreng og hugga anda minn! 2 Ég heyri, Jesú, heilagt orð svo hlekkir falla af mér og nýt þess við þitt nægtaborð að náðin gefins er. 3 Í brauði og víni birtist þú. Þinn bikar fullur er. Veit huga mínum hreina trú sem himin Drottins sér. 4 Lát hverfa heimsins hryggð og synd svo hjartað öðlist frið. Í trú sem enn er óljós mynd Guðs elska blasir við. 5 Gjör, Kristur, hjartað heilt í trú er handa sér ei skil. Í kápu' úr skýjum kemur þú og kallar dómsins til.


T Hjörtur Pálsson 2005 – Vb. 2013
L Kjell M. Karlsen 2008 – Vb. 2013
Snehvit er natten, klar og kold

Eldra númer 886
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction