Sálmabók

222. Ó, syng þínum Drottni

Guðsþjónustan - Messuupphaf og messulok

hymn notes
1 Ó, syng þínum Drottni, Guðs safnaðar hjörð. Syngið nýjan söng, þér englanna herskarar, himinn og jörð. Öll veröldin vegsami Drottin! 2 Ó, syng þínum skapara lofgjörðarlag. Syngið nýjan söng og kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag. Öll veröldin vegsami Drottin! 3 Ó, syng þú um dýrð Guðs á himnanna hæð. Syngið nýjan söng, hvert hjarta, hver tunga, hver taug og hver æð. Öll veröldin vegsami Drottin!


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Andreas P. Berggreen 1852 – JH 1885
Guds menighed, syng for vor skaber i løn

Eldra númer 210
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction