Sálmabók

220. Lofgjörð, já, lof ég segi

Guðsþjónustan - Messuupphaf og messulok

hymn notes
1 Lofgjörð, já, lof ég segi, lifandi Drottinn, þér á helgum hvíldardegi hver enn nú birtist mér. Þín hjartagæskan hreina hlífði mér vel í nótt frá ógnum allra meina, angist, voða og sótt. 2 Umliðna viku alla áhyggju fyrir mér barst svo máttu' ei mein til falla, mildur og góður varst. Ei hefndir illsku minnar oft þó ég styggði þig, naut ég því náðar þinnar, nákvæm var hún við mig. 3 Ó, hvað skal sál mín segja sjáandi þína náð. Ei má hún yfir því þegja, annað er betra ráð, hjarta, mál, hold og andi, hugur og allt mitt sinn syngi nú samfagnandi: Sé þér lof, Drottinn minn.


T Hallgrímur Pétursson, 1730 – Sb. 1972
L Melchior Teschner 1613 – Ssb. 1936
Valet will ich dir geben

Eldra númer 444
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction