Sálmabók

217. Þá þú gengur í Guðs hús inn

Guðsþjónustan - Messuupphaf og messulok

hymn notes
1 Þá þú gengur í Guðs hús inn, gæt þess vel, sál mín fróma, hæð þú þar ekki Herrann þinn með hegðun líkamans tóma. Beygðu holdsins og hjartans kné, heit bæn þín ástarkveðja sé, hræsnin mun síst þér sóma. 2 Meðan lífs æð er í mér heit eg skal þig, Drottinn, prísa, af hjartans grunni' í hverjum reit heiður þíns nafns auglýsa. Feginn vil ég í heimi hér hlýða og fylgja' í öllu þér. Lát mér þína liðsemd vísa.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 24
L Hymnodia Sacra 1742 – Weyse 1840 – PG 1861
Hver sem að reisir hæga byggð

Eldra númer 209
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction