Sálmabók

216. Mikli Drottinn, dýrð sé þér

Guðsþjónustan - Messuupphaf og messulok

hymn notes
1 Mikli Drottinn, dýrð sé þér, dásemd þína' um aldaraðir ásamt þínum englaher allir lofa viljum glaðir, falla þína fótskör á, faðir, þína dýrð að sjá. 2 Lát þitt ríki lýsa vítt löndin yfir frið að veita, láttu fæðast lífið nýtt, ljós þitt vorum hjörtum breyta, láttu yfir lönd og höf ljóma þína sigurgjöf. 3 Helgur andi, heiður þér hver ein tunga' á jörðu færi. Faðir Guð, vér þökkum þér, þér og Jesú, bróðir kæri. Ástar þinnar eilíft ljós oss sé blessun, vörn og hrós.


T Ignaz Franz 1771 – Bernhard Paludan-Müller 1884 – Friðrik Friðriksson um 1895 – Vb. 1933
Großer Gott, wir loben dich
L Lüneburg 1668 – Vín 1774 – BÞ 1912
Großer Gott, wir loben dich

Eldra númer 29
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction