Sálmabók

208. Ég veit um himins björtu borg

Kirkjuár - Allra heilagra messa

hymn notes
1 Ég veit um himins björtu borg í bjarma sólu hærri. Þar er ei skuggi, synd né sorg, hvert sár er grætt og fjærri. 2 Þar er í dýrð Guðs einkason svo undrahár og blíður. Hann er mín huggun, hjálp og von og hann mér til sín býður. 3 Mig, fátækt barn og förumann, hann fann og eiga vildi. Til föðurlands míns leiðir hann mitt líf í náð og mildi. 4 Guð faðir, lof ég færi þér, ég finn í Jesú nafni þitt helga ljós í hjarta mér, þinn himin fyrir stafni.


T Bernt Støylen, 1906 – Sigurbjörn Einarsson 1982 – Vb. 1991
Eg veit i himmerik ei borg
L Norskt þjóðlag – Vb. 1991
Eg veit i himmerik ei borg

Eldra númer 534
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Opb. 21.1–2, 23

Uppáhalds sálmar

Under Construction