Sálmabók

206. Sælir þeir er sárt til finna

Kirkjuár - Allra heilagra messa

hymn notes
1 Sælir þeir er sárt til finna sinnar andans nektar hér, þeir fá bætur þrauta sinna, þeirra himnaríkið er. 2 Sælir þeir er sýta' og gráta sorgin beisk þó leggist á, Guð mun hugga, Guð mun láta gróa sár og þorna brá. 3 Sælir þeir sem hógvært hjarta hafa' í líking frelsarans. Þeir sem helst með hógværð skarta hlutdeild fá í arfleifð hans. 4 Sælir þeir sem þess hins rétta þorsta' og hungurs finna til. Þeim skal svala, þá skal metta, þeim skal snúast allt í vil. 5 Sælir þeir sem vorkunn veita, vægan dóm þeir skulu fá. Eins og þeir við aðra breyta aftur verður breytt við þá. 6 Sælir allir hjartahreinir, hjarta þess sem slíkur er sælu öllu æðri reynir, auglit Drottins blítt það sér. 7 Sælir allir sáttfýsandi, síðar friðarljós þeim skín, friðarins Guð á friðarlandi faðmar þá sem börnin sín. 8 Sælir þeir er sæta þungum svívirðingum mönnum hjá, aftur þeir af engla tungum öðlast vegsemd himnum á.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Johann F. Reichardt 1790 – JH 1906
Immer muß ich wieder lesen

Eldra númer 201
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Matt. 5.1–12

Uppáhalds sálmar

Under Construction