Sálmabók

183. Hve má svo lítið mörgum nægja

Kirkjuár - Hvítasunna til aðventu

hymn notes
1 „Hve má svo lítið mörgum nægja?“ – svo mælir trúin veika þrátt. – „Hvað háska, neyð og hungri bægja er hörð er tíð og vistafátt?“ Ó, hrellda sál, lát huggast þú og haf á miskunn Drottins trú. 2 Sjá, Guðs son, ímynd Guðs hin rétta er gegnum óbyggð var á leið, með litlu virtist marga metta og múginn snauða varði neyð. Að Guð hið sama gjöra kann og gjarna vill þá sýndi hann. 3 En mundu líka, maður, þetta, að meira vert en jarðneskt brauð er himnabrauðið Herrans rétta, það heilagt orð sem Guð þér bauð. Það eitt því hungri hörðu ver sem háski mestur sálum er.


T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Georg Neumark, 1657 – PG 1861
Wer nur den lieben Gott lässt walten

Biblíutilvísun Jóh. 6.5–13

Uppáhalds sálmar

Under Construction