Sálmabók

181. Til mín skal börnin bera

Kirkjuár - Hvítasunna til aðventu

hymn notes
1 Til mín skal börnin bera, svo býður lausnarinn, þeim athvarf vil ég vera og veita kærleik minn. Ég fæddist fátækt í sem barn, að börn þess njóti og blessun alla hljóti af ástarundri því. 2 Vor Jesús börnin blíður að brjósti leggur sér og þeim hið besta býður, það borgarréttur er með himins helgri þjóð, hann erfð þeim æðsta veitir og allri sælu heitir sitt fyrir blessað blóð. 3 Til Krists því koma látið, þér kristnir, börnin smá og hæsta heill það játið að hans þau fundi ná. Ó, berið börn til hans, hann virðist við þeim taka, þau voði má ei saka í faðmi frelsarans.


T Cornelius Becker um 1600 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Lasset die Kindlein kommen
L Lyon 1557 – Sb. 1589
Helft mir Gottes Güte preisen

Eldra númer 250
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Mark. 10.13–16

Uppáhalds sálmar

Under Construction