Sálmabók

177. Vor Guð er eilíf ást og náð

Kirkjuár - Hvítasunna til aðventu

hymn notes
1 Vor Guð er eilíf ást og náð, sig á það fast má reiða. Þótt einatt skilji' eg ei hans ráð úr öllu kann hann greiða. Þá hér ég græt sú huggun mæt í harmi svölun veitir. Á dauðans stund, við dómsins fund sér Drottins líkn ei breytir. 2 Ég vil hann elska' af allri sál og öllum mínum huga. Þótt mér hann byrli beiska skál hans blessun samt mun duga. Hans kærleiks bál mér kveiki' í sál einn kærleiks neista skæran svo elski' eg hann og hvern einn mann ég hafa megi kæran. 3 Ef einhver segist elska hann af öllu sínu hjarta en naumur lætur náungann í neyð án hjálpar kvarta, þá sannleikann ei segir hann því sá ei elskað getur þann ei hann sér fyrst hinna hér hann harma neins ei metur. 4 Ó, Guð, í mér þinn kærleik kveik svo kærleiks veg ég feti og aumka hjartans óstyrkleik svo elskað heitt ég geti, svo öll mín leið um æviskeið um elsku vitni sanna og auðnist mér að enda hér í ást til þín og manna.


T Thomas Kingo 1699 – Valdimar Briem – Sb. 1886
Vor Gud er idel kærlighed
L Andreas P. Berggreen 1844 – Sb. 1871
Naturen holder pinsefest

Biblíutilvísun 1. Jóh. 3.17–18

Uppáhalds sálmar

Under Construction