Sálmabók

174. Nú ljómar dýrðardagur

Kirkjuár - Hvítasunna til aðventu

hymn notes
1 Nú ljómar dýrðardagur, hin dimma nótt er liðin hjá og friðarbogi fagur Guðs föðurhimni blikar á. Um dauðans dimmar álfur nú dýrðleg birta skín, Guðs sonur, Jesús sjálfur, er sól og unun mín. Nú leynist enginn lengur á lausnara síns fund en frjáls og glaður gengur til Guðs á helgri stund. 2 Það líður vindblær léttur um loft og haf og dal og sveit. En hvaðan hann upp sprettur og hvert hann fer, það enginn veit. Svo er Guðs andi hulinn er í býr hjarta manns. Hans vegur víst er dulinn, þó verkar kraftur hans. Sá guðdómsandinn glæði minn guðdóms myndar vott og í mér endurfæði allt indælt, satt og gott.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L 15. öld – Kugelmann 1540 – Sb. 1589
Nun lob mein Seel, den Herren

Eldra númer 178
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 3.1–8 (–17)

Uppáhalds sálmar

Under Construction