Sálmabók

16b. Lífið gefur Guð

Kirkjuár - Aðventa og jól

hymn notes
1 Lífið gefur Guð, í ljósi býr hann, líta fær það enginn né skilja það kann. Guð þó finn ég hér, frelsi, líf og von, fæddur er sem Maríu lítill son. 2 Bjarma slær á tinda, það birtir á jörð, barn er lagt í jötu og dýr standa vörð. Guð þó finn ég hér, frelsi, líf og von, fæddur er sem Maríu lítill son. 3 Hjarðmenn fyllast undrun við englanna söng, eilífðar skín ljósið í myrkranna þröng. Guð þó finn ég hér, frelsi, líf og von, fæddur er sem Maríu lítill son. 4 Krjúp við jötu barnsins, Guðs kristni í heim, kom í englaskarann og fagna með þeim. Guð þó finn ég hér, frelsi, líf og von, fæddur er sem Maríu lítill son. 5 Dýrð sé þér, ó, Guð, í himnanna hæð, í heiminn að þú komst í fátækt og smæð. Guð nú finn ég hér, frelsi, líf og von, fæddur er sem Maríu lítill son.


T Margareta Melin 1969 v. 1 og 5 – Kristján Valur Ingólfsson 1975, 1995 – Vb. 2013
Gud bor i ett ljus
L Lars Åke Lundberg 1970
Gud bor i ett ljus

Eldra númer 810
Eldra númer útskýring T
Biblíutilvísun 1. Tím. 6.16

Uppáhalds sálmar

Under Construction