Sálmabók

169. Sjá Drottins mátt og dýrð

Kirkjuár - Hvítasunna til aðventu

hymn notes
1 Sjá Drottins mátt og dýrð á degi heilags anda! Hann tignar kristin trú á tungum allra landa og vegsamar hans verk. Það vinnur mildin hans að hjartað ratar heim í himin kærleikans. 2 Ó, lindin eilífs ljóss, þú lýstir myrkrið kalda er orð Guðs föður fyrst skein fram með dögun alda. Það orð í Kristi kom með krossins sáttargjörð. Þá brustu dauðans bönd, þín birta skein um jörð. 3 Þín náð í hjartans nánd er ný á hverjum morgni með auð sem aldrei bregst þótt aðrar lindir þorni. Ó, vek þú vora önd svo víki hel og synd en ríki, sigri sál Guðs sonar heilög mynd. 4 Kom, himnesk sumarsól, kom, sunna heilags anda, og hjálpa þinni hjörð í heimsins neyð og vanda að vaka, vera trú og vitna um þinn dag sem endurfæðir allt við efsta sólarlag.


T Sigurbjörn Einarsson 1989 – Vb. 2013
L Braunschweig 1648 – Vb. 2013
O Gott, du frommer Gott

Eldra númer 827
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction