Sálmabók

166. Send mér eld í anda

Kirkjuár - Hvítasunna til aðventu

hymn notes
1 Send mér eld í anda eilífðar úr heimi, Drottinn, lífs af lindum ljós þitt til mín streymi. Grafist gamlar sorgir, gleymist dagsins mæða. Sé mín þrá og sigur sókn til þinna hæða. 2 Kraft af krafti þínum, Kristur, lát mig finna. Sólarsýn mér veittu, svölun orða þinna. Hlekkir sundur hrökkvi, húmi létti' af jörðu, þegar naprast næðir nótt að degi gjörðu. 3 Helga þú mitt hjarta helgum anda þínum. Öndvegi þú eigir innst í huga mínum. Minnstu ei á mínar mörgu, stóru syndir. Þvoi þær í burtu þínar kærleikslindir. 4 Kom þú, Kristur hæða, kom í dýrð og veldi. Hjarta heimsins skírðu himnakrafti' og eldi. Boðskapur þinn breiðir blessun löndin yfir. Þúsundfaldar þakkir þér sem í oss lifir.


T Einar M. Jónsson 1942 – Sb. 1945
L Hans Matthison-Hansen 1860 – Ssb. 1936
Syndernes forladelse

Eldra númer 174
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction