Sálmabók

148. Hve líknarfullur lausnarinn

Kirkjuár - Páskar til hvítasunnu

hymn notes
Hve líknarfullur lausnarinn að luktum dyrum kemur inn. Hann birtist til að boða frið og blessa hið skelfda vinalið. Kom einnig, Drottinn, inn hjá mér sem óróleik í hjarta ber og segðu: Friður sé með þér.


T Björn Halldórsson – Sb. 1886
L Hohenfurth um 1450 – Horn 1544 – Sb. 1589
In natali Domini / Da Christus geboren var / Singen wir aus Herzensgrund

Eldra númer 160
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction