Sálmabók

143. Sjá, ljós er þar yfir

Kirkjuár - Páskar til hvítasunnu

hymn notes
1 Sjá, ljós er þar yfir sem lagður var nár. Hann lifir, hann lifir, nú ræst hafa spár. Hann rís upp í ljóma, nú lífið er veitt og lausn úr þeim dróma sem mannkyn bar þreytt. Hvert innsigli' er brotið og bjargi velt frá, á burt eru verðir því hræðsla greip þá og heljar hlið skjálfa. Hallelúja. 2 Ei myrkrið vann ljósið þótt langt væri stríð, nei, ljóssins varð hrósið um eilífa tíð. Burt hrelling er flúin því himneska von oss hefur veitt trúin á Guðs einkason. „Hví leitið þér, konur, svo harmþrungnar hér? Ei hann sem nú lifir hjá framliðnum er, upp Herrann er risinn.“ Hallelúja. 3 Til himneskrar gleði nú gröfin er hlið, ei grafar á beði er seinasta mið. Þér höfuð sem niður af hryggð voruð sveigð upp hefjið nú yður og verið ei beygð. Kom, hjörð, til þíns hirðis og leiða þig lát, hann lifir, hann lifir og enn hefur gát frá himnum á sínum. Hallelúja. 4 Ei haggast hans kirkja þótt hret geisi stríð, hans heilög orð styrkja gegn óvinum lýð. Enn víða' eru' á ferðum hans vottar um heim þótt viðjum og sverðum sé otað mót þeim og vitna' um hinn heilaga' er hreif oss úr neyð, um hann sem á krossinum deyddi vorn deyð, um hertoga lífsins. Hallelúja. 5 Þér kristnir, hví grátið og kvíðið þér enn? Af kveinstöfum látið, þér friðkeyptu menn. Það jörðin brátt tekur af jörðu sem er, en Jesús það vekur til dýrðar hjá sér. Hann vitjar síns akurs á uppskeru tíð og illgresið skilur frá hveitinu' um síð. Hann hveiti sitt þekkir. Hallelúja.


T Frans M. Franzén 1812 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Vad ljus över griften
L Danskt lag 1528 – Thomissøn 1569 – Gr. 1594
Halleluja. Gladelig ville vi Halleluja sjunge / Vad ljus over griften

Eldra númer 149
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction