Sálmabók

142. Lofum þann sem lífið gefur

Kirkjuár - Páskar til hvítasunnu

hymn notes
1 Lofum þann sem lífið gefur, látum hljóma sigurbrag! Gleðjumst öll því Guð oss hefur gefið bjartan páskadag. Dauðans kraftur aldrei aftur unnið fær oss breyska menn. Hallelúja, hallelúja! Nýjan heim vér sjáum senn. 2 Konur vildu vin sinn finna, var sá nár í kaldri gröf. Hugðust liðnu líki sinna, líkna því með hinstu gjöf. Inn þær gengu, ei þó fengu augum litið Drottins son. Hallelúja, hallelúja! Grafarmyrkrið geymir von. 3 Frétt var boðuð beygðum konum: Brotið dauðans veldi er! Brosir sól í brostnum vonum, burtu skuggans ríki fer. Jesús lifir! Lýst er yfir lífsins sigri hér á jörð. Hallelúja, hallelúja! Fögnum því með þakkargjörð. 4 Þó að tár af hvörmum hrynji, hylji tíminn gengin skref, göngumaður móður stynji máttugt ómar sigurstef: Sigur gefur sá sem hefur son sinn vakið dauða frá. Hallelúja, hallelúja! Vonin lifir honum hjá.


T Svavar A. Jónsson 1999 – Vb. 2013
L Rowland H. Prichard 1855 – Vb. 2013
HYFRYDOL / Alleluja, sing to Jesus

Eldra númer 818
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction