Sálmabók

140. Lof sé þér, Guð, því lífsins sól

Kirkjuár - Páskar til hvítasunnu

hymn notes
1 Lof sé þér, Guð, því lífsins sól ljómar frá gröf sem nóttin fól, krýnir þíns sonar konungsstól. Hallelúja, hallelúja, hallelúja. 2 Hann vann það stríð sem stærst var háð, sterkur og hreinn í ást og náð svipti hann dauðann sinni bráð. Hallelúja, hallelúja, hallelúja. 3 Upprisni Drottinn, dýrð sé þér, dögun þíns ríkis fögnum vér, lifandi von oss vakin er. Hallelúja, hallelúja, hallelúja. 4 Vér sem þig játum viljum nú vakna til lífs sem gefur þú, helga oss þér í hjartans trú. Hallelúja, hallelúja, hallelúja. 5 Eilífum rómi öll þín hjörð, englar á himni, menn á jörð, syngur lof þér og þakkargjörð. Hallelúja, hallelúja, hallelúja.


T Michael Weisse 1531 – Sigurbjörn Einarsson 1987 – Vb. 1991
L Melchior Vulpius 1609 – Vb. 1991
Gelobet sei Gott um höchsten Thron

Eldra númer 578
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction