Sálmabók

138. Sjá ljóma yfir húmsins höf

Kirkjuár - Páskar til hvítasunnu

hymn notes
1 Sjá ljóma yfir húmsins höf í heiði sól með lífsins gjöf er skín í dag frá Drottins gröf. Hallelúja, hallelúja, hallelúja, hallelúja. Vér miklum þig, Kristur Maríuson. 2 Hann hefur sjálfan dauðann deytt, hans dimmu nótt og broddum eytt og krossins þraut í blessun breytt. Hallelúja... 3 Nú fagna þeir sem þekkja hann og þakka stríðið sem hann vann til lausnar fyrir fallinn mann. Hallelúja ... 4 Í sælli gleði syngjum vér þeim sigri lof sem fenginn er og segjum: Drottinn, dýrð sé þér! Hallelúja ... 5 Já, dýrð sé þér, Guðs þrenning há. Lát þína elsku sigri ná í hjarta manns sem himnum á. Hallelúja ...


T Þýskur sálmur frá 16. öld – Sigurbjörn Einarsson 1987 – Vb. 1991
Wir wollen alle fröhlich sein
L 14. öld – Hohenfurth 1410 – Bæheimsbræður 1544 – Wittenberg 1573 – Vb. 1991
Wir wollen alle fröhlich sein

Eldra númer 577
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction