Sálmabók

127. Hvað hefur þú, minn hjartkær Jesú, brotið

Kirkjuár - Dymbilvika

hymn notes
1 Hvað hefur þú, minn hjartkær Jesú, brotið, af hverju dóm svo þungan bíða hlotið? Hvers vegna hlýtur hegning þú að líða svo harða' og stríða? 2 Hve undarlegt! Í staðinn sinna sauða er sjálfur leiddur hirðirinn til dauða og Herrann réttvís þess með þjáning geldur er þrællinn veldur. 3 Ó, Drottinn hæsti, hirðir sálna kæri, með hverju get ég lofað þig sem bæri? Ég á ei neitt er helgri hátign þinni rétt hæfa kynni. 4 Ó, styrk þú mig svo veg þinn vel ég feti, ei veröld neins og hennar gæði meti, ei láti framar hold og heim mig villa og hjarta spilla. 5 Þér trúan lát mig lífs til enda vera svo lífsins krónu' eg síðar megi bera og lofa þig í himna dýrðarhöllum með hólpnum öllum.


T Johann Heermann 1630 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
O Jesu kär, vad har väl du förbrutit
L Guillaume Franck 1543 – Johann Crüger 1640 – PG 1878
Herzliebster Jesu,was hast du verbrochen

Eldra númer 132
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun 1. Pét. 2.24–25

Uppáhalds sálmar

Under Construction