Sálmabók

123. Á skírdagskvöld ég kem til þín

Kirkjuár - Dymbilvika

hymn notes
1 Á skírdagskvöld ég kem til þín sem kvittað hefur brotin mín, ég kem sem barn og bið í trú að blessun enn mér veitir þú. 2 Þú gafst þitt hold, þú gafst þitt blóð, því geng ég rósum prýdda slóð, ég hjá þér sannan fögnuð finn, þú frelsari og Drottinn minn. 3 Ég finn að náð þín frelsar mig, minn frelsari, ég elska þig, þitt blóðið mína borgar sekt, þín blessun hylur mína nekt.


T Guðrún Guðmundsdóttir – Sb. 1972
L Gesius 1603 – Gr. 1691
Mein Seel, o Herr, muß loben dich

Eldra númer 140
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Lúk. 22.14–21

Uppáhalds sálmar

Under Construction