Sálmabók

122. Nú ljómar merki, lífsins kross

Kirkjuár - Dymbilvika

hymn notes
1 Nú ljómar merki, lífsins kross, er leyndardóminn birtir oss: Að þar sem lífið lífi hvarf vér lífið tökum sjálft í arf. 2 Ó, mundu Drottins síðusár, það sefar hjartans kvöl og fár. Það blóð og vatn, sú lífsins lind, hún leysir þig frá allri synd. 3 Því hafði Davíðs harpa spáð, það hefur dýrðarfylling náð: „Frá trénu drottnar Herrans hönd.“ Það hefur ræst um gjörvöll lönd. 4 Ó, heill þér kross, þú kristins þor, þú kærsta, dýrsta gleðin vor. Ó, sáðu' í hjörtun sannleikstrú og syndaranum líkna þú. 5 Ó, heilög þrenning, hjálpa oss að hylla Drottins lausnarkross. Ó, lyft oss, kross, frá lágri jörð í lofi, dýrð og þakkargjörð.


T Venantius Fortunatus um 600 – Sb. 1589 – Stefán frá Hvítadal, 1926 – Sb. 1945
Vexilla Regis prodeunt
L Gochsheim 1628 – Görlitz 1648 – Sb. 1871
Herr Jesu Christ, dich zu uns wend

Eldra númer 139
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 19.34–35

Uppáhalds sálmar

Under Construction