Sálmabók

120a. Frelsishetja, friðargjafi

Kirkjuár - Dymbilvika

hymn notes
1 Frelsishetja, friðargjafi! Fyrr þó blinduð veröld hafi krýnt þig þyrnum, sært þig sárum, sjá, ég flétta vil með tárum kærleikssveig um krossinn þinn. 2 Að þú barn í fátækt fæddist, frjálsum vilja dýrð afklæddist, að þú duftið elska náðir og oss lífið veita þráðir. Hvað mun valdið hafa því? 3 Heilög ást þín, hjartablossinn, hræddist dauðann ei né krossinn. Heimtar tregur, glaður gefur, – gengið þannig aleinn hefur undir krossinn vegna vor. 4 Ó, ég finn við ástúð þína eigin kulda' og harðúð mína, finn að hjartað hefur eigi hrósun þá er gilda megi, Kristur, móts við kærleik þinn. 5 Ofar samt er efa mínum, upp spratt lind úr benjum þínum, lind er harða kletta klýfur, klaka bræðir, fjötra rýfur, sú er laugar hjörtu hrein. 6 Ó, að rynni' í æðum mínum uppsprettan úr benjum þínum, lindin sú er kletta klýfur, klaka bræðir, fjötra rýfur, sú er laugar hjörtu hrein. 7 Þú er sjálfan þig mér gefur, þú sem endurleyst mig hefur, dvel mér æ í sál og sinni svo að þú í hugsun minni sért hin mikla meginlind. 8 Þótt sem blóm ég blikna megi, brjóst og hönd mín kólna eigi. Aldrei mun ég hugarhrelldur, heilög kærleiksfórn því veldur, beiska dauðans bergja skál. 9 Ég skal ætíð, ætíð játa: Á þig trúi' eg, krossins gáta. Fullting veit er fast að sverfur, fylgd mér ljá er sýn mér hverfur, heim í lífsins björtu borg.


T Arnulf frá Louvain fyrir 1250 – Nikolaj F.S. Grundtvig 1837 – Valdemar V. Snævarr, 1923 – Sb. 1945
Hil dig, frelser og forsoner
L Thomas Laub um 1890 – Ssb. 1936
Hil dig, frelser og forsoner

Eldra númer 142
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction