Sálmabók

11. Kom þú, kom, vor Immanúel

Kirkjuár - Aðventa og jól

hymn notes
1 Kom þú, kom, vor Immanúel og leys úr ánauð Ísrael, lýðinn þinn sem í útlegð er og hlekki ber uns sjálfan þig hann sér. Ó, fagnið nú! – Immanúel mun fæðast sínum Ísrael. 2 Kom þú með dag á dimma jörð, þín væntir öll þín veika hjörð. Lækna þrautir og þerra tár, græð þú, Kristur, öll dauðans djúpu sár. Ó,fagnið nú! ... 3 Kom þú, kom, Davíðs arfi dýr, því máttinn þinn allt myrkur flýr. Lát þú opnast þíns himins hlið, kom, Guðs sonur, með frelsi þitt og frið. Ó, fagnið nú! ...


T Latn. andstef – John M. Neale um 1851 – Sigurbjörn Einarsson 1962 – Sb. 1972
Veni, veni Immanuel
L Í frönsku handriti frá 15. öld – Helmore 1856 – Sb. 1972
Veni, veni Immanuel

Eldra númer 70
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jes. 7.14

Uppáhalds sálmar

Under Construction