Sálmabók

109. Án Drottins ráða

Kirkjuár - Fasta

hymn notes
1 Án Drottins ráða' er aðstoð manns í engu minnsta gildi. Fánýtt reynist oft fylgið hans sem frekast hjálpa skyldi. Hver einn vill bjarga sjálfum sér ef sýnist háskinn búinn að hendi snúinn. Far því varlega’ að fallvölt er frænda og vina trúin. 2 Hvað oft, Jesú, þér flúði' eg frá frekt á mót vilja þínum, þá glæpaveginn gekk ég á girndum fylgjandi mínum? Forskuldað hafði' eg fyrir það flóttamaður að heita til heljar reita en þú virtist mér aumum að aftur í miskunn leita. 3 Einn varstu, Jesú, eftir því í óvina látinn höndum einn svo ég væri aldrei í eymd og freistingum vöndum. Allir forlétu einan þig, allt svo mig hugga kynni í mannraun minni. Eg bið: Drottinn, lát aldrei mig einsamlan nokkru sinni.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 9
L Hagenau um 1526 – Wittenberg 1529 – Sb. 1589
Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ

Biblíutilvísun Mark. 14.50

Uppáhalds sálmar

Under Construction