Tónskóli kirkjunnar

Tónskóli þjóðkirkjunnar hefur starfað allt frá stofnun embættis söngmálastjóra þjóðkirkjunnar árið 1941 en hét þá Söngskóli þjóðkirkjunnar og starfaði í formi námskeiða. Síðar var nafni skólans breytt og er hann rekinn sem níu mánaða tónlistarskóli. Í skólanum er kenndur orgelleikur á grunn-, mið- og framhaldsstigi en einnig er boðið upp á nám við framhaldsdeild í kirkjutónlist.

Tónskóli kirkjunnar

Nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Í skólanum er kenndur orgelleikur á grunn-, mið- og framhaldsstigi en einnig er boðið upp á nám við framhaldsdeild í kirkjutónlist sem hentar vel þeim sem vilja undirbúa sig fyrir frekara nám í kirkjutónlist og kórstjórn. Einnig nýtist það tónlistarmönnum sem vilja bæta við sig fagþekkingu á sviði kirkjutónlistar og þeim sem kjósa tónlistarnám á breiðum grunni.

Umsókn skólavist 2025-2026
Mynd sem tengist textanum