
- Ingimar Helgason
- Sóknarprestur
Prestsbakkakirkja var byggð árið 1859. Hönnuður hennar var Hans Heinrich Schütte arkitekt og byggingarmeistari. Kirkjan var friðuð árið 1990. Prestbakkakirkja er timburkirkja klædd bárujárni og tekur um 220 manns í sæti. Kirkjan var konungseign og greiddi Friðrik VII fyrir smíði hennar. Yfir kirkjudyrunum er fangamark Friðriks VII. Í kirkjunni er skírnarsár gerður af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara. Á honum eru myndir sem vísa til eldmessudagsins árið 1783.
Altaristaflan í kirkjunni er olíumálverk frá árinu 1902 eftir Anker Lund og sýnir Krist upprisinn við grafarmunnann.
Í kirkjunni er einnig altaristafla, máluð árið 1854 af Luice Marie Ingemann og sýnir Jesú í návist engla á himnum. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri, smíðuð í Þýskalandi árið 1916 og þjónustukaleik og patínu úr silfri frá 18. Öld. Skírnarfonturinn er gerður af Ríkarði Jónssyni myndskera árið 1959. Klukkur Prestsbakkakirkju eru frá 1750 og 1800. Kirkjan var listilega skreytt og máluð árið 1910 af Einari Jónssyni listmálara og sú vinna lagfærð af Grétu og Jóni Björnssyni á aldarafmæli kirkjunni. Steindir gluggar er bæði sunnan og norðan megin eftir Leif Breiðfjörð. Að norðan er boðun Maríu og að sunnan er María og Jesúbarnið.