Langamýri - kapella
Kapellan á Löngumýri er á bænum Löngumýri í Vallhólmi í Skagafirði. Frá árinu 1944 rak Ingibjörg Jóhannsdóttir húsmæðraskóla á Löngumýri. Ingibjörg gaf Þjóðkirkjunni Löngumýri árið 1967 og hefur kirkjan síðan þá rekið ýmiskonar starfsemi þar.