Mynd sem tengist textanum
Bílastæði
Aðgengi
Fjöldi: 40

Knarrarneskirkja

Knarrarneskirkja var vígð árið 2021 og er smíðuð í 19. aldar stíl. Arkitekt er Óli Jóhann Ásmundsson, yfirsmiður var Ásgeir Þórisson. Ólafur Sigurjónsson smíðaði innréttingar og sáluhlið. Umhverfis kirkjuna er hlaðinn tvöfaldur steinveggur úr grjóti. Birgir Þórarinsson hlóð vegginn. Allir listmunir kirkjunnar eru gerðir af tveimur Úkraínskum kirkjulistamönnum þeim Andrii Kovalenko lismálara og Mykhailo Kozyr útskurðarmeistara.

Kirkjan var reist af hjónunum Birgi Þórarinssyni, alþingismanni, og Önnu Rut Sverrisdóttur. Birgir og Anna eru ábúendur á Minna-Knarrarnesi. Kirkjan er heimiliskirkja en tilheyrir Þjóðkirkjunni þó hún sé í einkaeign og fylgja athafnir í kirkjunni þannig reglum Þjóðkirkjunnar.

Prestar
Mynd sem tengist textanum
  • Arnór Bjarki Blomsterberg
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Bolli Pétur Bollason
  • Prestur