Mynd sem tengist textanum
Bílastæði
WiFi
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 320

Grafarvogskirkja

Arkitektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson teiknuðu Grafarvogskirkju. Lögðu þeir áherslu á hugmynd um klassíska þrískipa kirkju sem byggir á öllum helstu hefðum kirkjubygginga liðinna tíma. Grafarvogskirkja er þrískipt. Miðskipið er Via Sacra, hinn heilagi vegur sem táknar vegferð mannsins frá vöggu til grafar og áfram til eilífðar. Við enda hins heilaga vegar er hringurinn sem er söfnuðurinn. Hringurinn er opinn á móti eilífðinni sem er altarið, borð Drottins. Miðskipið er steinsteypt og klætt steinum. Steinarnir í veggjum miðskipsins eru skírskotun til ritningarinnar, þar sem segir „… látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús.“ Hliðarskipin eru tvö, lögmál og fagnaðarerindi, Gamla og Nýja testamenti. Skip kirkjunnar eru þrjú, heilög þrenning.

Þegar inn í kirkjuna er komið blasir við stór steindur gluggi við enda miðskipsins, Kristnitakan eftir Leif Breiðfjörð. Fyrir miðju „Via Sacra,“ gegnt kapellu er skírnarfontur úr granít. Predikunarstóll úr granít er vinstra megin við altarið, séð inn kirkjuna og skírnarfontur hægra megin, úr granít, gleri og skálin úr messing. Fyrir miðju miðskipi kirkjunnar er lítil kapella sem er mikið notuð er fyrir fámennari athafnir. Kirkjan á kaleik, oblátubuðk og patínur úr messing og var þaðrsem Stefán Bogi Stefánsson sem smíðaði gripina. Þá á kirkjan kaleik, oblátubuðk og patínu úr messing fyrir kapellu Grafarvogskirkju. Í kirkjunni er svartur Yamaha flygill og svartur Samick flygill á neðri hæð. Þá á kirkjan Yamaha Clavinova rafmagnspíanó. Orgel kirkjunnar er af gerðinni C.F. Walcker. Það er byggt af Aeris Orgona í Búdapest. Orgelið er 33 radda, inniheldur um 3000 pípur og er með fullkomnum stafrænum búnaði. Kirkjuklukkur Grafarvogskirkju eru þrjár.

Prestar
Mynd sem tengist textanum
  • Aldís Rut Gísladóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Arna Ýrr Sigurðardóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigurður Grétar Helgason
  • Prestur