kirkjuorgel

Þjóðkirkjan

Þjóðkirkjan er samfélag fólks sem kemur saman í trú, þjónustu og kærleika. Hún er opin öllum, hvort sem þú ert djúpt trúaður eða einfaldlega leitar að samfélagi og stuðningi. Til að ganga í Þjóðkirkjuna þarftu aðeins að skrá þig með því að smella hér.

Skráning er engum skilyrðum háð og er öllum opin. Hún þjónar þeim sem þarfnast aðstoðar. Ef þú hefur spurningar, til dæmis um hvort þú getir nýtt þér þjónustu kirkjunnar án aðildar, þá er svarið einfalt: Þjóðkirkjan tekur á móti öllum með opnum örmum.

fólk í thurch

Þjóðkirkjan er evangelísk-lúthersk kirkja.

Þjóðkirkjan þjónar öllu landinu til sjávar og sveita og spyr ekki um trúfélagsaðild. Öll geta tilheyrt henni. Þéttriðið net sókna um land allt tryggir að þjónusta kirkjunnar nái til allra.

Þú ert velkomin/n að vera í þjóðkirkjunni, þó þú efist um trú þína á Guð. Öll eru velkomin til kirkju óháð trúfélsgsaðild og lútherskar kirkjur eins og þjóðkirkjan er hafa opið altarisborð.

Það þýðir að öll eru velkomin að borði Drottins þegar altarisgöngur fara fram, börn sem fullorðnir.

Prestar þjóðkirkjunnar þjóna öllu landinu og spyrja ekki um trúfélagsaðild. Því er þér velkomið að leita til presta þjóðkirkjunnar.

Hvað er þjóðkirkjan?

Alþingi Íslendinga setti ný lög um þjóðkirkjuna 1. júní 2021.

Í lögunum segir: Þjóðkirkjan á Íslandi er evangeliskt lúterskt trúfélag.

Um stöðu þjóðkirkjunnar fer samkvæmt ákvæðum í stjórnarskránni þar sem stendur:

„Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Um tengsl þjóðkirkjunnar og ríkisins fer samkvæmt þeim lögum og samningum sem eru í gildi hverju sinni er varða samskipti þjóðkirkjunnar og ríkisins.

Þjóðkirkjan ræður að öðru leyti starfi sínu og skipulagi.

Samkvæmt lögunum ber þjóðkirkjunni að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að öll geti átt kost á henni.

Prestar og djáknar gegna vígðri þjónustu í þjóðkirkjunni.

Samkvæmt lögunum á þjóðkirkjan að halda úti ýmiss konar fræðslu og kærleiksþjónustu, eftir því sem við verður komið.
Stjórnvöld geta leitað til þjóðkirkjunnar í störfum sínum telji þau þess þörf.

Þjóðkirkjunni er skylt í starfi sínu að hafa í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis.

Innganga eða úrsögn úr þjóðkirkjunni

Um inngöngu og úrsögn í þjóðkirkjuna gilda sömu lög og um öll trúfélög og lífskoðunarfélög í landinu.

Þar segir að öll þau sem eru orðin 16 ára geti tekið ákvörðun um inngöngu eða úrsögn úr trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi.

Barn getur frá fæðingu heyrt til trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi með eftirfarandi hætti:

Ef foreldrar barns eru í hjúskap eða skráðri sambúð við fæðingu, tilheyrir barnið sjálfkrafa sama skráða trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi og foreldrar þess.

Ef foreldrar barns sem eru í hjúskap eða skráðri sambúð við fæðingu þess heyra ekki til sama skráða trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi, skulu þau taka sameiginlega ákvörðun um í hvaða trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi barnið eigi að vera. Fram til þess tíma verður barnið utan trúfélaga.

Ef foreldrar barns eru ekki í hjúskap eða skráðri sambúð þegar barn fæðist, skal það vera í því trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi sem foreldrið sem fer með forsjá tilheyrir.

Það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inngöngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi.

Ef foreldrar fara saman með forsjá barns taka þau sameiginlega ákvörðun. Hafi barn náð 12 ára aldri á það að taka þátt í þeirri ákvörðun.

Söfnuðir og sóknir

Söfnuður er félagsleg og fjárhagsleg grunneining þjóðkirkjunnar.

Söfnuður á tilteknu landsvæði myndar sókn.

Ein eða fleiri sóknir mynda prestakall.

Sóknarbörn eru öll þau sem eiga lögheimili í sókn og eru skráð í þjóðkirkjuna.