
Þjóðkirkjan er evangelísk-lúthersk kirkja.
Þjóðkirkjan þjónar öllu landinu til sjávar og sveita og spyr ekki um trúfélagsaðild. Öll geta tilheyrt henni. Þéttriðið net sókna um land allt tryggir að þjónusta kirkjunnar nái til allra.
Þú ert velkomin/n að vera í þjóðkirkjunni, þó þú efist um trú þína á Guð. Öll eru velkomin til kirkju óháð trúfélsgsaðild og lútherskar kirkjur eins og þjóðkirkjan er hafa opið altarisborð.
Það þýðir að öll eru velkomin að borði Drottins þegar altarisgöngur fara fram, börn sem fullorðnir.
Prestar þjóðkirkjunnar þjóna öllu landinu og spyrja ekki um trúfélagsaðild. Því er þér velkomið að leita til presta þjóðkirkjunnar.